Fréttir

Allt jafnt fyrir lokadag Solheim bikarsins
Georgia Hall og Celine Boutier unnu báða leikina sína í dag.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 14. september 2019 kl. 20:34

Allt jafnt fyrir lokadag Solheim bikarsins

Fjórða umferð Solheim bikarsins var leikin seinni partinn í dag og var það lið Bandaríkjanna sem var hlutskarpara. Staðan er því jöfn eftir daginn og því von á spennandi lokadegi. 

Leikinn var fjórbolti og var evrópska liðið með 6,5 vinning á móti 5,5 vinning bandaríska liðsins fyrir umferðina. Bandaríska liðið vann aftur á móti tvo leiki og gerði eitt jafntefli og fékk því 2,5 stig á móti 1,5 stigi Evrópu. Staðan fyrir lokadaginn er því 8-8.

Líkt og í Ryder bikarnum þarf annað hvort liðið 14,5 stig til þess að vinna keppnina en þar sem Bandaríkjamenn hafa titil að verja dugar þeim 14 stig til þess að halda bikarnum.

Á morgun verða leiknir tvímenningsleikir og eru 12 stig í boði.

Hér má sjá úrslit 4. umferðarinnar:

Suzann Pettersen og Anne Van Dam (EUR) töpuðu gegn Brittany Altomare og Annie Park (USA)
Jodi Ewart Shadoff og Caroline Masson (EUR) gerðu jafntefli við Lexi Thompson og Marina Alex (USA)
Georgia Hall og Celine Boutier (EUR) unnu Ally McDonald og Angel Yin (USA)
Carlota Ciganda og Azahara Munoz (EUR) töpuðu gegn Lizette Salas og Danielle Kang (USA)

Leikir 5. umferðarinnar eru eftirfarandi:

Carlota Ciganda (EUR) mætir Danielle Kang (USA)
Caroline Hedwall (EUR) mætir Nelly Korda (USA)
Georgia Hall (EUR) mætir Lexi Thompson (USA)
Celine Boutier (EUR) mætir Annie Park (USA)
Azahara Munoz (EUR) mætir Angel Yin (USA)
Charley Hull (EUR) mætir Megan Khang (USA)
Anne van Dam (EUR) mætir Lizette Salas (USA)
Caroline Masson (EUR) mætir Jessica Korda (USA)
Jodi Ewart Shadoff (EUR) mætir Brittany Altomare (USA)
Suzann Pettersen (EUR) mætir Marina Alex (USA)
Bronte Law (EUR) mætir Ally McDonald (USA)
Anna Nordqvist (EUR) mætir Morgan Pressel (USA)