Fréttir

Arnór Ingi lék best á Hvaleyrinni á Opna Icewear mótinu
Arnór Ingi Finnbjörnsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 17. júní 2019 kl. 12:00

Arnór Ingi lék best á Hvaleyrinni á Opna Icewear mótinu

Opna Icewear mótið fór fram á Hvaleyrarvelli á laugardaginn. Alls tóku 149 kylfingar þátt í mótinu.

Arnór Ingi Finnbjörnsson lék manna best í mótinu en hann lék á 70 höggum eða höggi undir pari. Skorkort hans má sjá hér fyrir neðan.

Öll helstu úrslit úr mótinu voru eftirfarandi:

Besta skor karla: Arnór Ingi Finnbjörnsson 70 högg

Besta skor kvenna: Arnfríður Grétarsdóttir 85 högg

Punktakeppni

1. sæti KK Ásmundur Karl Ólafsson 38 punktar
2. sæti KK Haukur Jónsson 37 punktar
3. sæti KK Þórður Einarsson 37 punktar
4. sæti KK Kristján Einarsson 36 punktar
5. sæti KK Árni Freyr Sigurjónsson 36 punktar

1. sæti KVK Arnfríður Grétarsdóttir 42 punktar
2. sæti KVK Halla Bjarnadótir 36 punktar
3. sæti KVK Helga Hermannsdóttir 34 punktar
4. sæti KVK Ragnheiður Ragnarsdóttir 34 punktar
5. sæti KVK Steinunn Braga Bragadóttir 33 punktar

Næstur holu á 4: Þórkatla Aðalsteinsdóttir 2,58m

Næstur holu á 6: Arnór Ingi Gíslason 2,56m

Næstur holu á 10: Guðjón Ármann 1,94m

Næstur holu á 15: Njörður Ludvigsson 0,64m

Lengsta drive 9. hola: Davíð Ómar Sigurbergsson