Fréttir

Erfið byrjun hjá Gísla á Evrópumóti einstaklinga
Gísli Sveinbergsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 26. júní 2019 kl. 21:25

Erfið byrjun hjá Gísla á Evrópumóti einstaklinga

Gísli Sveinbergsson, GK, fór ekki vel af stað á fyrsta degi Evrópumóts einstaklinga sem hófst í dag á Diamond Country Club vellinum í Austurríki. Bjarki Pétursson er einnig á meðal keppenda en hann lauk leik fyrr í dag.

Það var erfið byrjun sem setti mikið strik í reikninginn hjá Gísla. Hann hóf leik á 10. teig og var kominn sex högg yfir par eftir átta holur. Með góðri spilamennsku á síðari níu holunum tókst Gísla og bæta stöðu sína og koma sér niður á fjögur högg yfir par. Hann endaði því hringinn á 76 höggum, eða fjórum höggum yfir pari.


Eftir daginn er Gísli jafn í 106. sæti en haldi hann áfram að leika eins og hann gerði á síðari níu holunum í dag er ljóst að hann mun rjúka upp listann á næstu dögum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.