Fréttir

Evrópumótaröð karla: Calum Hill með nauma forystu
Calum Hill.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 6. desember 2019 kl. 15:30

Evrópumótaröð karla: Calum Hill með nauma forystu

Það er Skotinn Calum Hill sem er í forystu þegar tveimur hringjum er lokið á Afrasia Bank Mauritius Open mótinu. Hann er þó aðeins höggi á undan þremur kylfingum.

Hill átti besta hring mótsins hingað til í dag en hann kom í hús á 64 höggum, eða átta höggum undir pari. Hann var á þremur höggum undir pari eftir níu holur en fimm fuglar á síðari níu holunum komu honum á átta högg undir par. Eftir daginn er Hill á samtals 12 höggum undir pari.

Jafnir í öðru sæti á 11 höggum undir pari eru þeir Brandon Stone, Thomas Detry og Matthieu Pavon. Pavon og Detry léku á 66 höggum í dag á meðan Stone lék á 67 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.