Fréttir

Evrópumótaröð karla: Garcia sigraði með einu höggi
Sergio Garcia
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 15. september 2019 kl. 15:30

Evrópumótaröð karla: Garcia sigraði með einu höggi

Lokahringur KLM Open mótsins á Evrópumótaröð karla var leikinn í Amsterdam í dag. Fyrir daginn voru Sergio Garcia og Callum Shinkwin með tveggja högga forystu á næstu kylfinga. Það var að lokum Garcia sem stóð uppi sem sigurvegari en hann lauk leik á samtals 18 höggum undir pari.

Garcia lék hringinn í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Á hringnum fékk hann 7 fugla, fjóra skolla og restin pör. Aðeins einu höggi munaði á Garcia og Dananum Nicolai Højgaard þegar Garcia átti eina holu eftir. Hann stóðst pressuna og fékk par á lokaholunni sem tryggði honum sigurinn.

Højgaard endaði í 2. sæti en hann lék á fjórum höggum undir pari í dag og lauk því leik á samtals 17 höggum undir pari. Á hringnum í dag fékk hann sex fugla, tvo skolla og restin pör. Englendingurinn Matt Wallace endaði svo í 3. sæti á samtals 15 höggum undir pari.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.