Fréttir

Evrópumótaröð karla: Pepperell einn á toppnum í Dúbaí
Eddie Pepperell.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 24. janúar 2020 kl. 14:45

Evrópumótaröð karla: Pepperell einn á toppnum í Dúbaí

Annar hringur Omega Dubai Desert Classic mótsins var rétt í þessu að ljúka og er það Englendingurinn Eddie Pepperell sem er í efsta sætinu, höggi á undan næstu mönnum.

Aðtæður voru töluvert skaplegri í dag og voru því skor betri en fyrsta hringinn. Pepperell nýtti það vel og átti einn af betri hringjum mótsins er hann kom í hús á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla í dag, tvo skolla og restina pör. Hann er samtals á átta höggum undir pari.

Jafnir í öðru sæti á sjö höggum undir pari eru þeir Robert Karlsson, Dean Burmester og Bryson DeChambeau. DeChambeau lék einni frábært golf í dag og kom í hús á 67 höggum líkt og Pepperell.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.