Fréttir

Fjórir íslenskir kylfingar með á Opna breska áhugamannamótinu
Birgir Björn Magnússon.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 08:00

Fjórir íslenskir kylfingar með á Opna breska áhugamannamótinu

Birgir Björn Magnússon, GK, Gísli Sveinbergsson, GK, Aron Snær Júlíusson, GKG, og Rúnar Arnórsson, GK, hófu í gær leik á Opna breska áhugamannamótinu sem fer fram á The Island og Portmarnock völlunum í Írlandi. Mótið er eitt það allra sterkasta í heimi fyrir áhugamenn en alls keppa 288 kylfingar í mótinu.

Eftir fyrsta keppnisdaginn er Birgir Björn efstur af íslensku kylfingunum en hann lék á 2 höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi. Birgir er jafn í 55. sæti og þarf að halda uppteknum hætti í dag þar sem 64 kylfingar komast áfram í holukeppni að tveimur hringjum loknum. Birgir lék á The Island vellinum og leikur á Portmarnock vellinum í dag.

Skor íslensku kylfinganna á fyrsta keppnisdegi:

52. sæti: Birgir Björn Magnússon, +2
106. sæti: Gísli Sveinbergsson, +4
143. sæti: Rúnar Arnórsson, +5
143. sæti: Aron Snær Júlíusson, +5

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Gísli Sveinbergsson lék á 4 höggum yfir pari.