Fréttir

Forsetabikarinn: Vildi helst mæta Woods
Abraham Ancer. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 14. desember 2019 kl. 17:03

Forsetabikarinn: Vildi helst mæta Woods

Lokaumferð Forsetabikarsins fer fram í nótt í Ástralíu. Fyrir lokaumferðina er Alþjóðaliðið í forystu, 8-10, sem kemur töluvert á óvart en Bandaríkjamenn hafa sýnt gríðarlega yfirburði í keppninni síðustu ár.

Einn áhugaverðasti leikur lokaumferðarinnar verður leikur þeirra Abraham Ancer og Tiger Woods sem fara fyrstir af stað. Leikurinn verður sérstakur fyrir þær sakir að fyrir um mánuði var Ancer spurður út í það hverjum hann væri helst til í að mæta og þá nefndi hann einmitt Woods.

Ancer fær því ósk sína uppfyllta en golfáhugamenn um allan heim hafa reynt að bera ummæli Ancer saman við ummæli Stephen Ames frá árinu 2006 sem óskaði þess einmitt líka að mæta Woods.

Tiger hafði betur gegn Ames á 10. holu og því verður athyglisvert að fylgjast með leik þeirra Ancer og Woods á morgun en búast má við töluvert meiri keppni en þegar þeir Woods og Ames mættust.

Uppstilling leikjanna í lokaumferðinni er eftirfarandi (inni í sviganum er rástími að íslenskum tíma):

Leikur 1: Abraham Ancer á móti Tiger Woods - kl. 10:02 (23:02)
Leikur 2: Hideki Matsuyama á móti Tony Finau - kl. 10:13 (23:13)
Leikur 3: C.T. Pan á móti Patrick Reed - kl. 10:24 (23:24)
Leikur 4: Haotong Li á móti Dustin Johnson - kl. 10:35 (23:35)
Leikur 5: Adam Hadin á móti Bryson DeChambeau - kl. 10:46 (23:46)
Leikur 6: Sungjae Im á móti Gary Woodland - kl. 10:57 (23:57)
Leikur 7: Joaquin Niman á móti Patrick Cantlay - kl. 11:08 (00:08)
Leikur 8: Adam Scott á móti Xander Schauffele - kl. 11:19 (00:19)
Leikur 9: Byeong Hun An á móti Webb Simpson - kl. 11:30 (00:30)
Leikur 10: Cameron Smith á móti Justin Thomas - kl. 11:41 (00:41)
Leikur 11: Louis Ooshuizen á móti Matt Kuchar - kl. 11:52 (00:52)
Leikur 12: Marc Leishman á móti Rickie Fowler - kl. 12:03 (01:03)