Fréttir

GKG hefur leik á morgun á Evrópumóti golfklúbba í karlaflokki
Aron Snær Júlíusson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 14:00

GKG hefur leik á morgun á Evrópumóti golfklúbba í karlaflokki

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hefur á morgun leik á Evrópumóti golfklúbba í karlaflokki sem fram fer í Frakklandi. Það eru þeir Aron Snær Júlíusson og bræðurnir Ragnar Már Garðarsson og Sigurður Arnar Garðarsson sem leika fyrir hönd GKG.

GKG tryggði sér þátttökurétt í mótinu með sigri í Íslandsmóti golfklúbba sem haldið var á Leirdalsvelli og Urriðavelli í sumar. Leikið er á Golf du Medoc vellinum og eru alls 25 klúbbar sem taka þátt í mótinu. Strákarnir kepptu á sama velli fyrir tveimur árum þegar GKG fagnaði einnig sigri í Íslandsmóti golfklúbba.

Aron fer fyrstur af stað á morgun en strákarnir leika með klúbbum frá Slóveníu og Grikklandi. Hann hefur leik klukkan 10:30 að staðartíma, sem er 8:30 að íslenskum tíma. Sigurður er fer næstur út klukkan 10:50 og Ragnar hefur svo leik klukkan 11:10. Þeir byrjar allir á 10. teig.

Hérna má sjá upplýsingar um mótið og fylgjast með skori keppenda.


Ragnar Már Garðarsson.


Sigurður Arnar Garðarsson.