Fréttir

Hræðilegur kafli kostaði Valdísi
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 12:10

Hræðilegur kafli kostaði Valdísi

Fyrsti hringur Lacoste Ladies Open de France mótsins fór fram í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Valdís Þóra Jónsdóttir er á meðal keppenda og hefur hún lokið leik á fyrsta hring.

Það má með sanni segja að seinni níu holurnar hafi reynts Valdísi erfiðar í dag. Eftir að hafa verið á höggi undir par eftir 11 holur komu fimm holu kafli sem hún lék á níu höggum yfir pari.

Fyrri níu holurnar lék Valdís á höggi undir pari, þar sem hún fékk tvo fugla og einn skolla. Eftir að hafa fengið pör og holum 10 og 11 kom fjórfaldur skolli á 12. holunni. Í kjölfarið fékk Valdís fugl en fylgdi því svo eftir með þremur skrömbum í röð. Hún lék því síðari níu holurnar á 44 höggum eða níu höggum yfir pari.

Hringinn endaði Valdís á 79 höggum eða átta höggum yfir pari og er sem stendur jöfn í 99. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.