Fréttir

Myndband: Ótrúleg björgun Reavie úr dýpstu glompu Bandaríkjanna
Chez Reavie.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 18. janúar 2020 kl. 09:01

Myndband: Ótrúleg björgun Reavie úr dýpstu glompu Bandaríkjanna

The American Express mótið er í fullum gangi á PGA mótaröðinni og er það Rickie Fowler og Scottie Scheffler sem eru í forystu eftir tvo hringi. Leikið er á þremur völlum; Nicklaus Tournament vellinum, La Quinta vellinum og Stadium vellinum.

Sá síðast nefndi er aðal völlur mótsins og verður leikið á honum tvisvar í mótinu. Völlurinn var hannað af Pete Dye sem lést nú fyrir skömmu en Dye er eflaust hvað þekktast fyrir að hafa hannað TPC Sawgrass völlinn. Dye var þekktur fyrir að gera vellina sem hann hannaði krefjandi og kemur því ekki á óvart að dýpsta glompa í Bandaríkjunum er á Stadium vellinum.

Glompan er tæpir sex metrar á hæð og því ekkert grínað að komast upp úr henni, hvað þá að bjarga pari eftir að lenda í henni. Til að setja þetta í samhengi þá er þetta eins og að slá upp á tveggja hæða hús.

Chez Reavie tókst þó hið ómögulega á fyrsta degi mótsins. Hann sló þriðja högginu sínu í glompuna en holan er par 5 hola. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bjargaði pari. Sjón er sögu ríkari og má sjá myndband af því hér að neðan.