Fréttir

Myndband: Tvær flatir á hverri holu á Zozo Championship mótinu
Colin Morikawa.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 22:08

Myndband: Tvær flatir á hverri holu á Zozo Championship mótinu

Zozo Championship mótið á PGA mótaröðinni hefst nú eftir skamma stund en mótið fer fram í Japan og er þetta fyrsta mót á vegum mótaraðarinnar sem er haldið þar í landi.

Það er ekki eina nýjuning þessa helgina því í fyrsta skiptið verður leikið á velli þar sem eru 36 flatir á þeim 18 holum sem eru leiknar.

Á Accordia Golf Narashino vellinum, líkt og á mörgum völlum í Japan, voru tvær flatir byggðar fyrir hverja braut til þess að geta haft vellina nothæfa í hinum ýmsu veðurskilyrðum. Tækninni hefur fleytt fram í grasafræðum sem hafa gert völlum kleift að hafa blöndu af grasi í flötunum sem lifa af hins ýmsu veðurskilyrði. Hönnunn vallanna hefur ekki verið breytt og eru því enn 36 flatir og því verða einhverjar brautir spilaðar inn á mismunandi flatir dag frá degi.

Colin Morikawa sagði að þetta væri pínu sérstakt en þetta yrði gaman engu að síður.

„Ég hef aldrei séð þetta. Ég er enn að venjast þessu af því ég sé holuna fyrir mér á einn hátt en svo er hin flötin notuð og þá er þetta allt önnur hola. Það verður áhugavert að sjá hvernig menn spila holurnar en ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta er öðruvísi, eitthvað sem þú sérð ekki á hverjum degi, sérstaklega ekki í Bandaríkjunum.“