Fréttir

Myndband: Woodland í forystu | Woods í 4. sæti
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 6. desember 2019 kl. 21:27

Myndband: Woodland í forystu | Woods í 4. sæti

Bandaríkjamaðurinn Gary Woodland er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Hero World Challenge mótinu sem fram fer á Bahama eyjum á PGA mótaröðinni.

Woodland er á 13 höggum undir pari í mótinu en hann lék þriðja hring mótsins á 4 höggum undir pari.

Fyrir lokahringinn er Woodland höggi á undan þeim Henrik Stenson og Patrick Reed sem deila öðru sætinu.

Gestgjafinn Tiger Woods er jafn Justin Thomas og Jon Rahm í 4. sæti á 11 höggum. Woods, sem var á parinu eftir fyrsta keppnisdag, lék þriðja hringinn á 5 höggum undir pari þökk sé þremur fuglum á síðustu fimm holum dagsins.

Fyrrnefndir kylfingar eru í nokkrum sérflokki í mótinu en fimm högg skilja að Tiger Woods og félaga í 4. sæti frá þeim Chez Reavie, Rickie Fowler og Justin Rose sem deila 7. sætinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Uppfært:

Patrick Reed fékk dæmd tvö vítishögg eftir þriðja hringinn fyrir athyglisvert atvik á þriðja keppnisdegi. Woods, Thomas og Rahm eru því komnir upp í þriðja sæti í mótinu. Hér er hægt að lesa nánar um atvikið.