Fréttir

PGA: Niemann með tveggja högga forystu
Joaquin Niemann.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 15. september 2019 kl. 07:45

PGA: Niemann með tveggja högga forystu

Þriðji hringur Greenbrier mótsins fór fram í gær og það Sílebúinn Joaquin Niemann sem er í forystu á 15 höggum undir pari. Hann hóf ferlinn sinn á PGA mótaröðinni á síðasta ári og getur með sigri á morgun orðið fyrstu kylfingurinn frá Síle til að fagna sigri á PGA mótaröðinni.

Niemann, sem er einungis 20 ára gamall, lék á 68 höggum í gær, eða tveimur höggum undir pari. Hann fékk þrjá fugla á hringnum, einn skolla og restina pör.

Næstu menn eru þeir Richy Werenski, Nate Lashley og Robby Shelton. Þeir eru allir á 13 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.