Fréttir

Reavie upp um 23 sæti á FedEx listanum
Chez Reavie.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 26. júní 2019 kl. 12:11

Reavie upp um 23 sæti á FedEx listanum

Chez Reavie vann um helgina sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í næstum 11 ár þegar að hann bar sigur úr býtum á Travelers Championship mótinu. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið í þetta langan tíma þá hefur Reavie verið að leika vel undanfarið. Hann hefur til að mynda endað fimm sinnum á meðal 10 efstu ásamt því að vinna mótið um helgina.

Eftir árangur helgarinnar er Reavie kominn í 12. sæti FedEx listans, sem er stigalisti PGA mótaraðarinnar. Hann er samtals með 1272 stig eftir sigurinn, 1015 stigum á eftir efsta manni.

Sem fyrr er það Matt Kuchar sem er í efsta sætinu með samtals 2287 stig. Hann er þó aðeins 89 stigum á undan efsta manni heimslistans, Brooks Koepka. Þremust stigum á eftir Koepka er svo Rory McIlroy en hann hefur unnið tvö mót á árinu og 11 sinnum verið á meðal 10 efstu. 

Listann í heild sinni má sjá hérna en staða 10 efstu manna má sjá hér að neðan.