Fréttir

Stenson kominn í 26. sæti heimslistans
Henrik Stenson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 9. desember 2019 kl. 10:00

Stenson kominn í 26. sæti heimslistans

Henrik Stenson sigraði á Hero World Challenge mótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni í golfi um helgina. Þrátt fyrir að mótið hafi ekki talið á stigalista mótaraðarinnar gaf mótið stig á heimslista karla.

Stenson fór upp um 14 sæti á milli vikna fyrir sigurinn og situr nú í 26. sæti sem er einmitt sama staða og Svíinn var í í árslok 2018.

Stenson er þó enn töluvert frá sinni bestu stöðu en hann komst upp í 2. sæti heimslistans árin 2014 og 2015.

Af efstu mönnum ber helst að nefna að Brooks Koepka er enn í efsta sæti heimslistans og er nú búinn að verma efsta sætið í 39 vikur.

Staða 10 efstu kylfinga heims:

1. Brooks Koepka, 11,03
2. Rory McIlroy, 9,79
3. Jon Rahm, 8,46
4. Justin Thomas, 7,47
5. Dustin Johnson, 7,43
6. Tiger Woods, 6,90
7. Patrick Cantlay, 6,59
8. Justin Rose, 6,39
9. Xander Schauffele, 5,97
10. Tommy Fleetwood, 5,82

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla í heild sinni.