Fréttir

Thomas upp um 34 sæti á FedEx listanum
Justin Thomas.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 21. október 2019 kl. 21:00

Thomas upp um 34 sæti á FedEx listanum

Þrátt fyrir að aðeins sé rétt rúmum mánuður síðan að Rory McIlroy hampaði FedEx bikarnum þá hafa nú þegar verið leikin sex mót af tímabilinu 2019/2020 á PGA mótaröðinni. Það er Lanto Griffin sem er í forystu á FedEx listanum en hann hefur leikið í fimm mótum á tímabilinu.

Griffin hefur byrjaði tímabili vel þar sem hann endaði á meðal 20 efstu í fjórum fyrstu mótunum. Hann kórónaði svo góða byrjun með sigri á Houston Open mótinu fyrir rétt rúmri viku. Hann er því kominn með 710 stig.

Justin Thomas sem lék í sínu öðru móti á tímabilinu um helgina er kominn í þriðja sætið á FedEx listanum eftir sigurinn í gær á CJ Cup mótinu. Hann endaði jafn í fjórða sæti á Safeway Open sem hann lék í fyrra á tímabilinu. Eftir sigurinn er Thomas með 615 stig en fyrir helgina var hann í 37. sæti með 115 stig.

Staða 10 efstu mann má sjá hér að neðan og listann í heild sinni má sjá hérna.