Fréttir

Valdís bætti sig um 13 högg og komst áfram í Frakklandi
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 20. september 2019 kl. 18:30

Valdís bætti sig um 13 högg og komst áfram í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir GL lék í dag frábært golf á Opna franska mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna í golfi. Valdís kom inn á 66 höggum og flaug í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir slaka byrjun.

Valdís endaði fyrsta hring mótsins hræðilega og var á 8 höggum yfir pari þegar komið var að hring dagsins.

Í dag sneri hún við taflinu, fékk sex fugla og einn skolla og kom inn á 66 höggum. Einungis Solheim keppandinn Nelly Korda lék á betra skori en Valdís á öðrum keppnisdegi.

Fyrir þriðja hringinn sem fer fram á laugardaginn er Valdís jöfn í 37. sæti á 3 höggum yfir pari í heildina. Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna.