Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 28. desember 2023 kl. 13:56

Afrekskylfingurinn Ásgerður - fjörutíu ár frá Íslandsmeistaratitli

Ásgerður Sverrisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur verið afrekskylfingur í hálfa öld en hún varð Íslandsmeistari kvenna 1983 og 1984.

Hún tók sín fyrstu högg sem lítil stelpa með foreldrum sínum á Nesvellinum. Um leið og hún fékk kylfu í hönd var ekki aftur snúið og aðeins rúmum áratug síðar hampaði hún fyrri Íslandsmeistaratitli í meistaraflokki kvenna, þá komin í Golfklúbb Reykjavíkur. Hún hefur síðan orðið Íslandsmeistari í 35 ára og eldri og 50 ára og eldri og unnið nokkra titla í sveitakeppni. Þá hefur hún marg oft leikið með landsliðum Íslands.

Kylfingur.is hitti Ásgerði í golfferð á Costa Navarino í Grikklandi en hún heldur mikið upp á þann stað - og spurði hana út í afreksgolfið og ferilinn.