Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

„Mótaröð þeirra bestu“ hefst á laugardaginn
Aron Snær Júlíusson sigraði um síðustu helgi á Heimslistamótaröðinni sem fór fram á GKG.
Þriðjudagur 21. maí 2019 kl. 11:00

„Mótaröð þeirra bestu“ hefst á laugardaginn

Fyrsta mót ársins á GSÍ mótaröðinni hefst á laugardaginn þegar Egils Gull mótið fer fram í Þorlákshöfn. Alls hafa 94 kylfingar skráð sig til leiks en skráningu lýkur seinna í dag.

Um er að ræða sterkustu golfmótaröð Íslands en hún hefur undanfarin átta ár borið nafnið Eimskipsmótaröðin. Svo virðist sem Golfsambandi Íslands hafi ekki tekist að semja við styrktaraðila í tæka tíð í ár því mótaröðin mun bera heitið „Mótaröð þeirra bestu“ þetta sumarið.

Leiknar verða 54 holur á tveimur keppnisdögum, 36 holur á laugardaginn 25. maí og 18 holur á sunnudaginn 26. maí.

Skráningu í mótið lýkur í dag, þriðjudag, en nú þegar hafa fjölmargir sterkir kylfingar skráð sig til leiks. Hér fyrir neðan má sjá forgjafarlægstu kylfinga mótsins.

Rúnar Arnórsson GK -2.5
Aron Snær Júlíusson GKG -2.3
Fannar Ingi Steingrímsson GHG -2.2
Kristján Þór Einarsson GM -2.2
Dagbjartur Sigurbrandsson GR -2.0
Sigurður Bjarki Blumenstein GR -2.0
Ólafur Björn Loftsson GKG -1.9
Björn Óskar Guðjónsson GM -1.7
Andri Már Óskarsson GHR -1.6
Viktor Ingi Einarsson GR -1.6

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)