Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

10 áhugaverðar staðreyndir frá 2017-2018 tímabilinu á PGA mótaröðinni
Brooks Koepka lék best á lokahringjunum.
Föstudagur 5. október 2018 kl. 08:00

10 áhugaverðar staðreyndir frá 2017-2018 tímabilinu á PGA mótaröðinni

Tímabilið 2018-2019 á PGA mótaröðinni hófst á fimmtudaginn þegar Safeway Open mótið hófst. Í tilefni þess tók GolfDigest saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir um síðasta tímabil sem má sjá hér fyrir neðan.

1. Aaron Wise var yngsti sigurvegarinn á árinu en hann var 21 árs, 10 mánaða og 29 daga gamall þegar hann sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu.

2. Elsti sigurvegarinn var enginn annar en Phil Mickelson sem sigraði á heimsmótinu í Mexíkó eftir bráðabana gegn Justin Thomas. Mickelson var 47 ára gamall, átta mánaða og 16 daga gamall þegar hann vann mótið.

3. Dustin Johnson endaði oftast í topp-10 eða 12 sinnum á tímabilinu. Hann náði því í einungis 20 mótum. 

4. Johnson átti einnig lengsta dræv tímabilsins ásamt Bandaríkjamanninum Hudson Swafford. Þeir slógu báðir 430 yarda (393 metra) langt dræv á Sentry Tournament of Champions. Höggið hans Johnson vakti þó meiri athygli því hann var ekki langt frá því að fara holu í höggi á par 4 holu.

5. Einungis 10 kylfingar unnu mót eftir að hafa leitt mótið eftir fyrsta daginn.

6. Ricky Barnes var sá eini í topp-25 yfir flesta fugla sem endaði ekki í einu af 125 efstu sætunum á stigalistanum. 

7. Brooks Koepka, sem vann tvö risamót á árinu, var með lægsta meðalskorið á lokahring: 68,27 högg.

8. Rickie Fowler var með lægsta meðalskorið á fyrsta hring í móti (68,5) en vann ekki mót á tímabilinu.

9. Satoshi Kodaira endaði neðstur á FedEx listanum af þeim sem unnu mót á tímabilinu. Kodaira endaði í 94. sæti stigalistans en hann endaði einungis einu sinni í topp-30 fyrir utan sigurinn.

10. Tiger Woods var bestur í innáhöggunum á tímabilinu samkvæmt „strokes gained“ tölfræði. Hann hefur endað efstur í þeirri tölfræði oftar en einu sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)