Fréttir

10 bestu kylfingarnir síðasta áratuginn á PGA mótaröðinni
Rory McIlroy.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 17:00

10 bestu kylfingarnir síðasta áratuginn á PGA mótaröðinni

PGA mótaröðin tók á dögunum saman hvaða 10 kylfingar léku best á árunum 2010-2019 á mótaröðinni. Árin 2000-2009 var Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods með algjöra yfirburði en þennan áratuginn var aðeins erfiðara að gera upp á milli kylfinga.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða 10 kylfingar afrekuðu mest árin 2010-2019 að mati blaðamanna PGA mótaraðarinnar.

10. Phil Mickelson

Sigraði á Masters mótinu árið 2010.
Sigraði á Opna mótinu árið 2013.
7 sigrar á PGA mótaröðinni á árunum 2010-2019.

9. Bubba Watson

Sigraði á Masters mótinu árið 2012 og 2014.
Tapaði í bráðabana um sigur á PGA meistaramótinu árið 2010.
12 sigrar á PGA mótaröðinni á árunum 2010-2019.

8. Jason Day

51 vika í efsta sæti heimslistans.
Sigraði á PGA meistaramótinu árið 2015.
12 sigrar á PGA mótaröðinni á árunum 2010-2019.

7. Justin Rose

Sigraði á Opna bandaríska mótinu árið 2013.
13 vikur í efsta sæti heimslistans.
Vann Ólympíugull í Brasilíu árið 2016.
10 sigrar á PGA mótaröðinni á árunum 2010-2019.

6. Justin Thomas

Komst inn á PGA mótaröðina árið 2014 og hefur unnið 11 mót síðan þá.
Sigraði á PGA meistaramótinu árið 2017.
4 vikur í efsta sæti heimslistans.

5. Tiger Woods

Sigraði á Masters mótinu árið 2019.
10 sigrar á PGA mótaröðinni á árunum 2010-2019.
8 sigrar á árunum 2012-13 og komst í efsta sæti heimslistans.

4. Brooks Koepka

Fyrsta alvöru tímabilið á PGA mótaröðinni var árið 2015.
Sigraði á Opna bandaríska mótinu árin 2017 og 2018.
Sigraði á PGA meistaramótinu árin 2018 og 2019.
7 sigrar á PGA mótaröðinni á árunum 2010-2019.
38 vikur í efsta sæti heimslistans.

3. Jordan Spieth

Sigraði á Masters mótinu, Opna bandaríska, endaði í 4. sæti á Opna mótinu og 2. sæti á PGA meistaramótinu árið 2015.
Sigraði á Opna mótinu árið 2017.
26 vikur í efsta sæti heimslistans.
11 sigrar á PGA mótaröðinni á árunum 2010-2019.
Fyrsti táningurinn til að vinna á mótaröðinni frá árinu 1931.

2. Dustin Johnson

Sigraði á Opna bandaríska mótinu árið 2016.
Endaði í öðru sæti í öllum hinum risamótunum.
18 sigrar á PGA mótaröðinni á árunum 2010-2019.
91 vika í efsta sæti heimslistans.

1. Rory McIlroy

95 vikur í efsta sæti heimslistans.
Sigraði á 18 mótum á árunum 2010-2019.
Sigraði á Opna bandaríska (2011) og PGA meistaramótinu (2012) með 8 högga mun.
Sigraði á Opna mótinu og PGA meistaramótinu árið 2014.
Eini kylfingurinn sem varð tvisvar FedEx meistari á áratugnum.