Fréttir

13 ára kylfingur lék á 58 höggum
Davis Hartwell, nafn sem þarf að leggja á minnið
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 2. ágúst 2021 kl. 18:48

13 ára kylfingur lék á 58 höggum

Davis Hartwell 13 ára kylfingur frá Oregon í Bandaríkjunum átti ótrúlegan dag á golfvellinum síðastliðinn fimmtudag.

Hartwell var við keppni á Klamath Basin Junior Championship mótinu á Ranning Y Ranch vellinum sem hannaður er af Arnold Palmer. Á miðvikudag lék þessi ungi kylfingur á 69 höggum eða þremur höggum undir pari sem flestum þætti nokkuð góður dagur á vellinum. Daginn eftir gerði hann sér lítið fyrir og lék á 58 höggum eða 14 undir pari. Ótrúlegt skor.

29 högg á fyrri níu og 29 högg á seinni níu. Ranning Y Ranch völlurinn er um 5.400 metrar að lengd og alls ekki auðveldur. Hartwell sigraði mótið með 16 högga mun. Ekki vitlaust fyrir golfáhugamenn að leggja þetta nafn á minnið.