Fréttir

13 milljón króna hagnaður hjá GKB á síðasta ári
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 21. febrúar 2021 kl. 20:33

13 milljón króna hagnaður hjá GKB á síðasta ári

Aðalfundur Golfklúbbs Kiðjabergs fór fram fyrir skömmu og var árið 2020 met ár í sögu klúbbsins en hann skilaði 13 milljón króna hagnaði og voru yfir 15 þúsund hringir spilaðir á vellinum. 

Klúbburinn réðist í margar framkvæmdir á síðasta ári en þar má meðal annars nefna að reist var ný vélaskemma, steypt var plata á æfingasvæðinu þar sem verða 12 gervigrasmottur, golfskálinn málaður, stígar á vellinum endurbættir og lagaðir og brýr á vellinum voru lagaðar svo fátt eitt sé nefnt.

Í lok starfsársins voru skráðir meðlimir 332 talsins, 204 karlar og 128 konur.

Að lokum námu heildartekjur klúbbsins á árinu 2020 64 milljónum, sem er 14% aukning frá árinu 2019, en útgjöld voru 50 milljónir króna. Mikil aukning var í tekjum vegna vallargjalda en samdráttur var mikill í tekjum af mótshaldi.

Nánar má lesa um aðalfundin hérna.

13 milljóna króna hagnaður hjá GKB Afkoma Golfklúbbs Kiðjabergs hefur sjaldan eða aldrei verið betri en á síðasta...

Posted by Golfklúbbur Kiðjabergs on Saturday, February 13, 2021