Fréttir

16 kylfingar búnir að tryggja sér sæti í Forsetabikarnum
Ernie Els og Tiger Woods mætast sem fyrirliðar í Forsetabikarnum í desember.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 20. ágúst 2019 kl. 15:50

16 kylfingar búnir að tryggja sér sæti í Forsetabikarnum

Ljóst er hvaða átta kylfingar í hvoru liði hafa tryggt sér sæti í Forsetabikarnum sem fer fram dagana 9.-15. desember næstkomandi hjá Royal Melbourne klúbbnum í Ástralíu.

Fyrirliðarnir Ernie Els og Tiger Woods munu svo velja hvaða fjórir kylfingar bætast við hvort lið seinna í haust.

Fjórir kylfingar í alþjóðlega liðinu hafa samtals spilað 17 sinnum í Forsetabikarnum en það eru þeir Louis Oosthuizen, Marc Leishman, Adam Scott og Hideki Matsuyama. Hinir fjórir kylfingarnir sem tryggðu sér sæti í liðinu eru þeir Abraham Ancer, Haotong Li, Cameron Smith og C.T. Pan sem munu allir leika í Forsetabikarnum í fyrsta skiptið.

Alþjóðlega liðið:

1. Marc Leishman (AUS)
2. Hideki Matsuyama (JPN)
3. Louis Oosthuizen (RSA)
4. Adam Scott (AUS)
5. Abraham Ancer (MEX)
6. Haotong Li (CHN)
7. C.T. Pan (TWN)
8. Cameron Smith (AUS)

Af bandaríska liðinu eru fimm kylfingar liðsins á þrítugsaldri og þar af eru þrír þeirra, Xander Schauffele, Bryson DeChambeau og Patrick Cantlay allir að spila í fyrsta skiptið. Matt Kuchar er reynslumesti kylfingur liðsins en hann spilar í mótinu í fimmta skiptið í desember.

Bandaríska liðið:

1. Brooks Koepka
2. Justin Thomas
3. Dustin Johnson
4. Patrick Cantlay
5. Xander Schauffele
6. Webb Simpson
7. Matt Kuchar
8. Bryson DeChambeau