Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

200 þúsund dollarar undir á fyrstu holunni í einvígi Woods og Mickelson
Þriðjudagur 20. nóvember 2018 kl. 21:51

200 þúsund dollarar undir á fyrstu holunni í einvígi Woods og Mickelson

Auk þess að keppa um níu milljónir dollara munu þeir Tiger Woods og Phil Mickelson taka þátt í ýmsum hliðarkeppnum þegar einvígi þeirra fer fram þann 23. nóvember næstkomandi.

Á blaðamannafundi þeirra í dag stakk Mickelson upp á veðmáli strax á fyrstu holu.

„Ég er búinn að hugsa töluvert um þetta og það eru kaflar á þessum velli sem eru frábærir fyrir litlar keppnir,“ sagði Mickelson. „Mér líður eins og fyrsta holan henti mér mjög vel og ég trúi því, í raun er ég til í að veðja 100.000 dollurum á að ég fái fugl á fyrstu holu. Mér líður það vel fyrir þetta einvígi.“

Mickelson hélt svo aðeins áfram: „Þú þarft ekki að taka þessu veðmáli, alls ekki, en ég vildi bara koma þessu á framfæri.“

Fyrsta holan á Shadow Greek vellinum er tæplega 380 metra löng par 4 hola.

„Bíddu við.. Heldur þú að þú getir fengið fugl á fyrstu holunni?“ sagði Woods við Mickelson.

Mickelson svaraði þá: „Ég veit að ég mun fá fugl á fyrstu holunni.“

„Tvöfaldaðu upphæðina,“ sagði Woods.

„Sáuð þið hvernig ég náði að veiða hann í þetta veðmál?“ sagði Mickelson brosandi. „Geggjað, 200.000 dollarar fyrir fugl á fyrstu holu.“

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Phil and Tiger already have a $200,000 wager on the first hole.

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)