Fréttir

25 kylfingar tryggðu sér þátttökurétt á PGA mótaröðinni um helgina
Sam Burns.
Þriðjudagur 21. ágúst 2018 kl. 10:43

25 kylfingar tryggðu sér þátttökurétt á PGA mótaröðinni um helgina

Um helgina fór lokamót Web.com mótaraðarinnar fram, Portland Open, og varð þá ljóst hvaða 25 kylfingar öðluðust þátttökurétt á PGA mótaröðinni fyrir tímabilið 2018-2019.

Sungjae Im vann síðasta mót tímabilsins og kom sér um leið upp í efsta sæti stigalistans en þetta var annar sigurinn hans á tímabilinu.

Sam Burns, sem hefur fengið nokkur tækifæri á PGA mótaröðinni á þessu tímabili, endaði í öðru sæti á stigalistanum. 

Annar kylfingur sem hefur verið á PGA mótaröðinni undanfarin ár, Scott Langley, tryggði sér einnig sæti á mótaröðinni aftur þegar hann endaði í þriðja sæti á stigalistanum.

Þessir kylfingar verða með á PGA mótaröðinni á næsta ári:

1. Sungjae Im
2. Sam Burns
3. Scott Langley
4. Martin Trainer
5. K.H. Lee
6. Cameron Champ
7. Sebastian Muñoz
8. Anders Albertson
9. Chase Wright
10. John Chin
11. Kyle Jones
12. Jose de Jesus Rodriguez
13. Adam Long
14. Adam Svensson
15. Josh Teater
16. Wyndham Clark
17. Julián Etulain
18. Alex Prugh
19. Joey Garber
20. Chris Thompson
21. Carlos Ortiz
22. Brady Schnell
23. Kramer Hickok
24. Roberto Castro
25. Hank Lebioda


Scott Langley.

Ísak Jasonarson
[email protected]