Fréttir

47 ára gamall Cink lengdi teighöggin sín um 10 metra með þessari einföldu breytingu
Cink feðgar með verðlaunagripinn eftir sigurinn á Safeway mótinu á síðasta tímabili.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 6. janúar 2022 kl. 11:23

47 ára gamall Cink lengdi teighöggin sín um 10 metra með þessari einföldu breytingu

Hinn 47 ára gamli Stewart Cink átti frábært tímabil á síðasta ári. Sigraði meðal annars tvívegis sem tryggir honum sæti á fyrsta móti ársins, Sentry Tournament of Champions sem hefst á Hawai á morgun.

Eitt af því sem skilaði Cink þessu frábæra tímabili var sú staðreynd að hann lengdi teighöggin um 10 metra og það án þess að auka sveifluhraðann.

Með þeirri einföldu aðgerð að færa boltann framar í stöðunni hitti hann boltann síðar í sveifluboganum. Það varð til þess að hann fór að hitta boltann þegar kylfuhausinn var farinn að sveiflast aðeins upp á við en ekki niður á við eins og hann gerði áður.

Hinn almenni kylfingur getur nýtt sér þessi ráð frá Cink til að lengja sín teighögg og það jafnvel enn meira en í hans tilfelli.

Hér eru nokkrir hlutir til að hafa í huga við þessa aðgerð.

  • Færðu boltann framar í stöðunni.
  • Hallaðu hryggsúlunni aðeins frá höggstefnu þannig að þú horfir aftan á boltann.
  • Hafðu gripenda kylfunnar aftar en kylfuhausinn.

  • Haltu höfðinu fyrir aftan boltann í höggstöðunni.

Hér er svo æfing sem gefur þér svörun um það hvort þú sért á réttri leið. Reyndu að slá í tíið og boltann þegar kylfuhausinn er farinn að sveiflast upp á ný. Ef það tekst ætti handklæðið ekki að hreyfast.