Fréttir

48 risatitlar á einni mynd
Jack Nicklaus.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 24. september 2020 kl. 12:06

48 risatitlar á einni mynd

Tiger Woods kynnti á dögunum nýjasta golfvöllinn sinn, Payne's Valley, þar sem hann fékk félga sína af mótaröðinni ásamt eldri goðsögnum til að spila með sér. Nánar er hægt að lesa um það hér.

Kylfingarnir sem spiluðu með Woods voru þeir Justin Rose, Justin Thomas og Rory McIlroy og auk þeirra slógu þeir Jack Nicklaus og Gary Player inn á 19. flötina á vellinum sem er einstök par 3 hola.

Nicklaus birti mynd af hópnum á samfélagsmiðlum sínum eftir daginn og benti hann þar á að það væri 48 risatitlar á myndinni. Nicklaus er auðvitað sá sigursælasti með 18 sjálfur en Woods ekki langt á eftir með 15.

„Einhver benti mér seinna á að það væru 48 risatitlar á teignum fyrir þetta högg. Þvílíkur dagur á Big Cedar Lodge í frábærum hópi!“

Svona dreifast risatitlarnir 48 á kylfingana sex:

18 - Jack Nicklaus
15 - Tiger Woods
9 - Gary Player
4 - Rory McIlroy
1- Justin Thomas
1 - Justin Rose