Fréttir

69 högg hjá Koepka í titilvörninni
Brooks Koepka.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 14. júní 2019 kl. 10:21

69 högg hjá Koepka í titilvörninni

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka lék fyrsta hringinn á Opna bandaríska mótinu á tveimur höggum undir pari og er meðal efstu kylfinga að fyrsta keppnisdegi loknum. Koepka reynir að vera titilinn í annað skiptið og getur orðið sá fyrsti frá árinu 1905 til að vinna risamótið þrjú ár í röð.

Koepka fór af stað með látum og var kominn 4 högg undir par eftir sex holur. Fyrsti skollinn leit hins vegar dagsins ljós á 8. holu og kláraði hann fyrri níu holurnar á þremur höggum undir pari.

Á seinni níu fékk Koepka tvo skolla og einn fugl og kom því inn á 69 höggum eða 2 höggum undir pari.

Eftir fyrsta keppnisdaginn er Koepka jafn í 16. sæti, fjórum höggum á eftir Justin Rose sem er í forystu.

Annar hringur mótsins fer fram í dag, föstudag. Hér er hægt að sjá stöðuna.