Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Aðalfundur GK: Rúmlega 7.000 fleiri hringir leiknir á Hvaleyrarvelli í ár
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 22:00

Aðalfundur GK: Rúmlega 7.000 fleiri hringir leiknir á Hvaleyrarvelli í ár

Aðalfundur hjá Golfklúbbnum Keili fór fram í gærkvöldi og var þar Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir endurkjörin sem formaður klúbbsins. Einnig voru þau Bjarni Þór Gunnlaugsson, Már Sveinbjörnsson og Daði Janusson endurkjörin í stjórn en fyrir í stjórn sitja þau Sveinn Sigurbergsson, Guðmundur Örn Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir.

Reksturs klúbbsins á árinu 2019 var góður en hagnaður golfkúbbsins var um 9 milljónir króna á árinu enda góð aðsókn á völlinn sem gæti að einhverju leyti skýrst af veðurblíðunni síðastliðið sumar. Tekjur klúbbsins voru 253,9 milljónir króna árið 2019, samanborið við 242,7 milljónir króna árið áður.

Í ársskýrslu klúbbsins kemur fram að samkvæmt rástímaskráningu voru leiknir 31.645 hringir á síðasta sumri á Hvaleyrarvelli sem er með því mesta sem hefur talist á vellinum. Það eru rúmlega 7.000 fleiri hringir en sumarið 2018 þegar 24.462 hringir voru leiknir.

Hér má nálgast ársskýrslu og reikninga.