Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Aðalfundur GR: Björn endurkjörinn formaður og Stefán Már nýr í stjórn
Frá aðalfundinum. Mynd: grgolf.is
Miðvikudagur 5. desember 2018 kl. 16:02

Aðalfundur GR: Björn endurkjörinn formaður og Stefán Már nýr í stjórn

Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur var haldinn þriðjudaginn 4. desember og fór fundurinn að þessu sinni fram á Korpúlfsstöðum. Fundarstörf voru með hefðbundnum hætti, formaður klúbbsins fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsárið sem leið og gjaldkeri kynnti ársreikning félagsins.

Björn Víglundsson var endurkjörinn formaður klúbbsins og hefur nú sitt fimmta starfsár sem slíkur. Ragnar Baldursson sem starfað hefur í stjórn klúbbsins undanfarin 11 ár og sem varaformaður undanfarin 4 ár gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Stefán Már Stefánsson var kosinn í stjórn sem nýr maður.

Hagnaður af starfsárinu var 78 milljónir króna til samanburðar við 93 milljónir árið 2017. Tekjur námu alls tæpum 458 milljónum til samanburðar við tæpar 462 milljónir á árinu áður. Golfklúbbur Reykjavíkur annaðist rekstur tveggja golfvalla á árinu ásamt rekstri Bása.

Tillaga stjórnar til félagsgjalda 2019 var samþykkt en lögð var til 5% hækkun og verður gjaldskrá komandi árs eftirfarandi:

Félagsmenn 27-70 ára, kr. 108.150
Félagsmenn 19-26 ára, kr. 54.075
Félagsmenn 71-74 ára, kr. 80.850
Félagsmenn 75 ára og eldri, kr. 80.850
Félagsmenn 75 ára og eldri*, kr. 54.075

*enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár

Á árinu varð 1% aukning í leiknum hringjum á völlum GR frá fyrra ári. Áberandi mikil aukning varð í leiknum hringjum á 9 holum Korpunnar:

Korpa 9 holur – 33.938 hringir samanborið við 29.826 á árinu 2017
Korpa 18 holur – 31.044 hringir samanborið við 30.187 á árinu 2017
Grafarholt – 28.280 hringir samanborið við 32.780 á árinu 2017

Nánar má les um ársreikning og skýrslu stjórnar GR með því að smella á tenglana hér fyrir neðan:

Skýrsla stjórnar
Ársreikningur GR 2018

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)