Fréttir

Aðeins átta kylfingum tekist það sem Thomson afrekaði
Jonathan Thomson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl. 13:54

Aðeins átta kylfingum tekist það sem Thomson afrekaði

Portugal Pro Golf atvinnumannamótaröðin varð á dögunum vitni að atburði sem hefur aðeins gerst átta sinnum í sögu íþróttarinnar. Bretinn Jonathan Thomson fékk þá níu fugla í röð á lokadegi Palmares Open mótsins sem kláraðist nú á dögunum.

Áður en fuglaflóðið skall á hjá Thomson hafði hann fengið par á fyrstu sjö holur dagsins. Á 8. holunni kom fyrsti fuglinn og fylgdu átta fuglar í kjölfarið eða allt þar til á 17. holu en þá þurfti hann að sætta sig við par. 

Með fugl á 18. holunni kom hann í hús á 62 höggum, eða 10 höggum undir pari og kom hann sér þannig upp í 5. sæti, tveimur höggum á eftir sigurvegara mótsins Sam Locke.

Heimsmetið fyrir flesta fugla í röð hefur staðið í stað síðustu 25 árin eða allt frá því að Omar Uresti fékk níu fugla í röð árið 1994 á Shreveport Open mótinu á Nationwide mótaröðinni (Korn Ferry mótaröðinni).

Kylfingar sem hafa fengið níu fugla í röð

Omar Uresti (1994 Shreveport Open, Nationwide mótaröðin)
Beth Daniel (1999 Phillips Invitational, LPGA mótaröðin)
Colin Montgomerie (2005 Indonesian Open, Evrópumótaröðin)
Mark Calcavecchia (2009 Canadian Open, PGA mótaröðin)
Amy Yang (2015 LPGA KEB Hana Bank Championship, LPGA mótaröðin)
Rayhan THomas (2017 Dubai Creek Open, Mena mótaröðin)
Bronte Law (2018 Ladies European Tour Q-School)
James Nitties (2019 ISPS Handa Vic Open, Evrópumótaröðin)
Jonathan Thomson (2020 Palmares Open, Portugal Pro Golf Tour)