Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Aftur hlýtur GSÍ gagnrýni frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum
Mynd úr fyrsta móti ársins á Mótaröð þeirra bestu.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 30. maí 2019 kl. 16:34

Aftur hlýtur GSÍ gagnrýni frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum

Síðasta sumar vakti grein Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum um Opna Egils Gull mótið á Selfossi töluverða athygli þar sem auglýsing klúbbsins var tekin fyrir og Golfsamband Íslands sakað um að hafa árum saman þverbrotið bann við áfengisauglýsingum.

Á miðvikudaginn birtu þessi sömu samtök aðra grein á Facebook þar sem fyrsta mót ársins á „Mótaröð þeirra bestu“ var harðlega gagnrýnt. Mótið bar nafnið Egils Gull mótið og var því umgjörð mótsins í takt við það með vel merktum fánum, flaggstöngum og fleira.

Eitthvað hafa þó samtökin misskilið mótið en þau töldu það einungis fyrir ungmenni undir 18 ára sem er auðvitað rangt en „Mótaröð þeirra bestu“ er fullorðinsmótaröð GSÍ þar sem flestir af bestu kylfingum landsins taka þátt.

Færslu samtakanna um Egils Gull mótið má í heild sinni lesa hér fyrir neðan.

„Áfengisauglýsingar og ungmennastarf er ekki góð blanda,“ segir í færslu samtakanna á Facebook. „Áfengisauglýsingar eru auk þess bannaðar - Á því viðist Golfsamband Íslands ekki átta sig …eða skilja? – Nýverið stóð GSÍ fyrir ungmennamótinu „Meðal þeirra bestu“ (ungmenni undir 18 ára) - Umgjörð s.s fánar, flaggstangir, veifur, mikið af myndefninu frá mótinu og meira að segja heitið á golfmótinu var allt saman áfengistengt m.ö.o. ein alsherjar áfengisauglýsing - Þessi umgjörð GSÍ er auðvitað óboðleg með öllu og eins fjarri uppeldis- og forvarnarmarkmiðum íþróttahreyfingarinnar og frekast er unnt að komast.

GSÍ brýtur ekki bara lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður sbr. 20. gr. áfengislaga – Í þessu tilfelli þar sem er um börn að ræða, í skilningi laganna, gilda barnaverndarlög, barnasáttmáli SÞ m.m. Í þessum efnum er svo sannarlega verulegt rými til framfara af hálfu GSÍ. Sorglegt - Börn og ungmenni innan golfhreyingarinnar eiga einfaldlega rétt á betri og virðulegri umgjörð en þetta

 

Sjá einnig:

Dagbjartur sigraði á Egils Gull mótinu eftir spennandi lokahring

Mögnuð spilamennska hjá Heiðrúnu sem sigraði á Egils Gull mótinu

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)