Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Áhorfið fór upp um 206% frá fyrra ári
Tiger Woods og Justin Rose.
Þriðjudagur 25. september 2018 kl. 08:00

Áhorfið fór upp um 206% frá fyrra ári

Þegar Tiger Woods keppir í golfmóti er áhorfið á mótið jafnan hærra en þegar hann er ekki með. Svo varð raunin um helgina þegar TOUR Championship mótið fór fram á East Lake vellinum í Atlanta.

Áhorf mótsins fór upp um heil 206% frá fyrra ári þegar Xander Schauffele sigraði á mótinu og Justin Thomas endaði sem stigameistari.

Í ár léku þeir Rory McIlroy og Tiger Woods í lokahollinu og Justin Rose, efsti kylfingur heimslistans, varð stigameistari. Það gerði það að verkum að áhorfið í mótinu var meira en í öllum öðrum mótum á árinu sem ekki eru risamót.

Mesta áhorfið mældist 7,19 frá 17:30 að staðartíma til 18:00. Samkvæmt NBC er það þriðja mesta áhorf ársins, einungis á eftir Masters mótinu (11,03) og PGA meistaramótinu (8,28).

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)