Fréttir

Alda og Pétur eru klúbbmeistarar GOS árið 2019
Pétur Sigurdór Pálsson og Alda Sigurðardóttir. Mynd: gosgolf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 9. júlí 2019 kl. 13:30

Alda og Pétur eru klúbbmeistarar GOS árið 2019

Meistaramót Golfklúbbs Selfoss fór fram 2-.6.júlí á Svarfhólsvelli og var metþátttaka í mótinu þetta árið þar sem 78 keppendur voru skráðir til leiks.

Alda Sigurðardóttir og Pétur Sigurdór Pálsson urðu klúbbmeistarar GOS að þessu sinni. Bæði unnu þau sína flokka nokkuð sannfærandi en Pétur lék hringina fjóra á 22 höggum yfir pari og Alda á 102 höggum yfir pari.

Helstu úrslit Meistaramóts GOS voru eftirfarandi:

Meistaraflokkur

  1. Pétur S Pálsson 294 högg
  2. Guðmundur Bergsson 305 högg
  3. Vignir Egill Vigfússon 307 högg

Kvennaflokkur

  1. Jóhanna Betty Durhuus 384 högg
  2. Arndís Mogensen 394 högg
  3. Vala Guðlaug Jónsdóttir 413 högg

Kvennaflokkur 55 ára og eldri

  1. Alda Sigurðardóttir 374 högg
  2. Ástfríður M Sigurðardóttir 398 högg
  3. Elsa Backman 416 högg

1.flokkur

  1. Heiðar Snær Bjarnason 295 högg
  2. Simon Leví Héðinsson 304 högg
  3. Árni Evert Leósson 308 högg

2.flokkur

  1. Svanur Geir Bjarnason 323 högg
  2. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson 348 högg
  3. Ögmundur Kristjánsson 354 högg