Fréttir

Aldrei of seint að skora vel - er það stærsta afrekið í golfi að spila undir aldri?
Annika Sörenstam er efst á mótinu en annar kylfingur hefur þó stolið senunni
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 30. júlí 2021 kl. 22:30

Aldrei of seint að skora vel - er það stærsta afrekið í golfi að spila undir aldri?

Þessa stundina fer fram Opna bandaríska mót eldri kvenna á Brooklawn vellinum í Fairfield Connecticut.

Þegar þetta er skrifað er engin önnur en hin sænska Annika Sörenstam sem leiðir mótið á 7 höggum undir pari.

Það er þó annar kylfingur sem hefur stolið senunni til  þessa, hin 82 ára gamla JoAnne Carner lék í gær á aldri sínum 82 höggum. Hún er aðeins fimmti kylfingurinn til þess að spila á eða undir aldri sínum í keppni á vegum USGA og sá fyrsti til að gera það á níræðisaldri. Þessi frábæri kylfingur á að baki hvorki fleiri né færri en 43 sigra á LPGA mótaröðinni.

Þá er þó aðeins hálf sagan sögð því eftir 9 holur á öðrum hring er hinn spræki kylfingur á 39 höggum eða 2 höggum yfir pari. Það verður sannarlega spennandi að sjá hvað gerist á seinni níu.

Hér má fylgjast með stöðunni í mótinu