Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Allir 100 efstu verða með á PGA meistaramótinu
Dustin Johnson er efsti kylfingur heimslista karla.
Laugardagur 11. maí 2019 kl. 11:14

Allir 100 efstu verða með á PGA meistaramótinu

Allir 100 efstu kylfingar heimslista karla verða á meðal keppenda á PGA meistaramótinu sem fer fram í næstu viku.

Þetta er í fyrsta skipti í golfsögunni sem það gerist í risamóti í karlaflokki.

Alls eru 156 kylfingar skráðir til leiks í mótið en keppendalistinn gæti þó enn breyst áður en mótið hefst fari svo að einhver þurfi að draga sig úr keppni vegna meiðsla eða annarra ástæðna.

Dustin Johnson er núverandi besti kylfingur heims. Sigurvegari síðasta árs, Brooks Koepka, er í 3. sæti og Tiger Woods, sem sigraði á Masters mótinu í apríl og endaði í 2. sæti á PGA meistaramótinu í fyrra, er í 6. sæti.

Alls eru 34 kylfingar skráðir til leiks í mótið sem hafa sigrað á risamóti og 12 kylfingar sem hafa á einhverjum tímapunkti verið í efsta sæti heimslistans. Það má því búast við spennandi keppni þegar PGA meistaramótið hefst á Bethpage Black vellinum fimmtudaginn 16. maí.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is