Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Andrea á 76 höggum í Síle | Erfiður dagur hjá Ingvari Andra
Andrea Bergsdóttir
Laugardagur 12. janúar 2019 kl. 10:00

Andrea á 76 höggum í Síle | Erfiður dagur hjá Ingvari Andra

Þau Andrea Bergsdóttir og Ingvar Andri Magnússon léku í gær annan hringinn á Suður-ameríska áhugamannamótinu sem fram fer í Síle. Dagurinn reyndist þeim erfiðari en sá fyrsti. Andrea kom í hús á 76 höggum á meðan Ingvar lék á 85 höggum.

Andrea lék á 74 höggum á fyrsta hringnum, hún lék því tveimur höggum verr en á fyrsta hringnum. Á hringnum í gær fékk hún sex skolla, tvo fugla og restina pör. Eftir annan dag er hún á sex höggum yfir pari og jöfn í 27. sæti.

Eftir góðan fyrsta hring náði Ingvar Andri sér aldrei á strik á öðrum degi. Hann fékk aðeins einn fugl en á móti fékk hann fjóra skolla og fimm skramba. Eftir hringina tvo er Ingvar á samtals 12 höggum yfir pari og jafn í 55. sæti.

Hægt er að fylgjast með stöðunni hérna. 


Ingvar Andri Magnússon

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)