Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Andrea og Ingvar hófu leik á Suður-ameríska áhugamannamótinu í gær
Ingvar Andri Magnússon
Föstudagur 11. janúar 2019 kl. 10:00

Andrea og Ingvar hófu leik á Suður-ameríska áhugamannamótinu í gær

Þau Andrea Bergsdóttir og Ingvar Andri Magnússon hófu í gær leik á Suður-ameríska áhugamannamótinu sem fram fer í Síle. 

Andrea lék á 74 höggum á fyrsta hringnum, eða tveimur höggum yfir pari. Hún fékk tvo fugla, tvo skolla, einn skramba og restina pör. Eftir hringinn er Andrea jöfn í 12 sæti. Besta skor í kvennaflokki var þrjú högg undir par.

Ingvar lék einnig nokkuð vel og kom í hús á 71 höggi, eða höggi undir pari. Hringurinn var ansi sveiflukenndur en hann fékk meðal annars fjóra fugla, einn örn og fimm skolla. Hann er eftir daginn jafn í 17. sæti. Efsti maður í karlaflokki er á samtals sjö höggum undir pari.

Annar hringur fer fram í dag og er hægt að fylgjast með gangi mála hérna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)