Fréttir

Andri jafn í 23. sæti á Esbjerg Open
Andri Þór Björnsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 21. ágúst 2019 kl. 15:55

Andri jafn í 23. sæti á Esbjerg Open

Fyrsti hringur Esbjerg Open mótsins fór fram í dag á Nordic Golf mótaröðinni í Danmörku. Fjórir íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda í mótinu en það eru þeir Aron Bergsson, Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús.

Eftir fyrsta keppnisdaginn er Andri Þór Björnsson efstur af íslensku kylfingunum en hann lék fyrsta hringinn á 2 höggum yfir pari og er jafn í 23. sæti. Andri fékk alls tvo fugla, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla á hring dagsins.

Haraldur Franklín og Axel eru einungis höggi á eftir Andra og eru jafnir í 31. sæti. Aron byrjaði hins vegar ekki nógu vel, kom inn á 10 höggum yfir pari og er jafn í 85. sæti.

Alls eru leiknir þrír hringir í mótinu sem lýkur á föstudaginn. Hér er hægt að sjá stöðuna.


Axel Bóasson.


Haraldur Franklín Magnús.


Aron Bjarki Bergsson.