Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Andri Þór byrjar vel í Svíþjóð
Andri Þór Björnsson.
Fimmtudagur 16. maí 2019 kl. 10:41

Andri Þór byrjar vel í Svíþjóð

Fyrsti hringur á TanumStrand Fjallbacka Open mótinu er nú í fullum gangi en mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Tveir íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda, þeir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Andri hefur lokið við fyrsta hringinn og kom hann í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Hringurinn byrjaði ekki vel hjá Andra en hann fékk tvo skolla á fyrstu tveimur holunum. Hann fékk svo einn fugl og einn skolla til viðbótar á fyrri 9 holunum. Seinni 9 holurnar lék hann vel, fékk þrjá fugla og restin pör og endaði því á einu höggi undir pari.

Enn eiga margir kylfingar eftir að ljúka leik en eins og staðan er núna er Andri jafn í 10. sæti. Guðmundur Ágúst er enn úti á velli en eftir 6 holur er hann á einu höggi yfir pari.

Hér má fylgjast með stöðunni.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is