Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Andri Þór lék þriðja hringinn í röð á pari
Andri Þór Björnsson er að leika ágætlega í Þýskalandi.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 11. september 2021 kl. 13:13

Andri Þór lék þriðja hringinn í röð á pari

Andri Þór Björnsson atvinnukylfingur úr GR lék þriðja hring Big Green Egg mótsins á 71 höggi eða pari vallarins. Andri hefur þar með leikið alla þrjá hringi mótsins á sama skori.

Efstu kylfingar eru á 10 höggum undir pari þegar þetta er skrifað og því góður möguleiki fyrir Andra að klífa upp töfluna með góðum hring á morgun.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson voru einnig á meðal þátttakenda á mótinu en komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Skorkort Andra:

Staðan í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21