Fréttir

Andri Þór með ótrúlegt draumahögg á Skaganum
Andri Þór fór holu í höggi á 6. braut Garðavallar sem er par 4
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 30. júlí 2021 kl. 09:24

Andri Þór með ótrúlegt draumahögg á Skaganum

Andri Þór Björnsson atvinnukylfingur úr GR náði í gær ótrúlegu draumahöggi á 6. braut Garðavallar á Akranesi sem er par 4 og 278 metrar.

Þetta var í 6. sinn sem Andri Þór nær draumahögginu en í fyrsta sinn sem það gerist á par 4 braut.

 Í samtali við Kylfing.is lýsti Andri högginu á eftirfarandi hátt: „3 tré í létt kött lenti sirka 15 metra stutt á holuna sem var fremst vinstri a gríninu 2 skopp og svo biðum við eftir að sjá hann rúlla uppa mitt grín en sáum svo engan bolta koma og þá sagði Nóri sem var með mér í holli “nei hvað er í gangi þessi for ofaní!”

Andri Þór lék hringinn í gær með Arnóri Inga Finnbjörnssyni, Jóhannesi Guðmundssyni og Rögnvaldi Ólafssyni. Það var skiljanlega glatt á hjalla hjá þeim félögum eftir höggið ótrúlega.

Hér að neðan má sjá yfirlitsmyndband af 6. braut Garðavallar og myndband af Andra Þór þegar hann kemur að holunni.