Fréttir

Andri Þór náði sér engan veginn á strik á lokahringnum
Andri Þór Björnsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
sunnudaginn 3. júlí 2022 kl. 10:00

Andri Þór náði sér engan veginn á strik á lokahringnum

Andri Þór Björnsson úr GR náði sér engann veginn á strik á lokahring PGA Championship Landeryd Masters en mótið er hluti af Nordic Golf League. Andri Þór, sem var á 3 höggum undir pari fyrir lokahringinn, kom í hús á 83 höggum eða á 12 höggum yfir pari á lokahringnum á Vesterby vellinum í Svíþjóð. Hann lauk því leik á 9 höggum yfir pari samtals á hringjunum fjórum og hafnaði í 53. sæti. 

Lokastaðan á mótinu

Aron Snær Júlíusson úr GKG og Aron Bergsson, sem leikur fyrir Hills Golfklúbbinn í Svíþjóð komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Rasmus Holmberg frá Svíþjóð, sem var með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn, sigraði að lokum með eins höggs mun á 11 höggum undir pari.

Næsta mót á Nordic Golf League, Big Green Egg Swedish Matchplay Championship, fer fram dagana 6.-8. júlí nk. Andri Þór er ekki skráður til leiks en Axel Bóasson úr GK, Aron Bergsson sem leikur fyrir Hills Golfklúbbinn í Svíþjóð og Hákon Harðarson sem leikur fyrir Royal Golfklúbbinn í Danmörku eru skráðir til leiks.