Fréttir

Aron og Heiðrún klúbbmeistarar GOS 2020
Aron Emil Gunnarsson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 5. júlí 2020 kl. 09:36

Aron og Heiðrún klúbbmeistarar GOS 2020

Aron Emil Gunnarsson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir urðu á laugardaginn klúbbmeistarar Golfklúbbs Selfoss árið 2020. 

Meistaramót GOS fór fram dagana 29. júní - 4. júlí og tóku 88 kylfingar þátt í mótinu.

Í meistaraflokki karla fagnaði Aron Emil sigri en hann spilaði hringina fjóra samtals á 6 höggum yfir pari. Hlynur Geir Hjartarson veitti Aroni harða keppni en varð að lokum þremur höggum á eftir sigurvegaranum.

Árni Evert Leósson varð svo í þriðja sæti á 287 höggum.

Úrslit í meistaraflokki kk:

1. Aron Emil Gunnarsson, 72, 66, 69, 71 = 278 högg
2. Hlynur Geir Hjartarson, 66, 70, 76, 69 = 281 högg
3. Árni Evert Leósson, 69, 74, 74, 70 = 287 högg
4. Heiðar Snær Bjarnason, 75, 74, 73, 74 = 296 högg

Í kvennaflokki fagnaði Heiðrún Anna Hlynsdóttir öruggum sigri. Heiðrún lék samtals á 23 höggum yfir pari. Fyrsti hringur Heiðrúnar var sérstaklega góður en þá setti hún nýtt vallarmet á rauðum teigum.

Í öðru sæti varð yngri systir Heiðrúnar, Katrín Embla, sem lék samtals á 374 höggum. Jóhanna Durhuus varð svo í þriðja sæti.

Úrslit í meistaraflokki kvk:

1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, 66, 71, 79, 79 = 295 högg
2. Katrín Embla Hlynsdóttir, 95, 101, 90, 88 = 374 högg
3. Jóhanna Durhuus, 95, 92, 99, 91 = 377 högg
4. Arndís Mogensen, 106, 93, 98, 98 = 395 högg

Úrslit allra flokka má sjá hér.