Fréttir

Áskorendamótaröðin: Axel lék fyrsta hringinn á 75 höggum
Axel Bóasson.
Fimmtudagur 24. maí 2018 kl. 10:32

Áskorendamótaröðin: Axel lék fyrsta hringinn á 75 höggum

Fyrsti dagur D D Real Czech Challenge mótsins er nú í fullum gangi í Tékklandi en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi. Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Birgir Leifur eru þar á meðal keppenda en þeir eru báðir með fullan keppnisrétt á mótaröðinni.

Axel er nú búinn með fyrsta hringinn í mótinu og kom inn á 75 höggum eða 3 höggum yfir pari. Fyrir vikið er hann jafn í 62. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta degi. Axel hóf leik á 10. teig og fékk tvo fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum.

Birgir Leifur fer af stað seinna í dag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]