Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur í frábærum málum eftir tvo hringi
Birgir Leifur
Föstudagur 25. maí 2018 kl. 11:35

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur í frábærum málum eftir tvo hringi

Birgir Leifur Hafþórsson hélt uppteknum hætti á öðrum hring D+D Real Czech Challenge mótinu og kom í hús 70 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, en það er næst sterkasta mótaröð Evrópu.

Birgir Leifur hóf leik á 10. holu í dag og kom fyrsti fugl dagsins strax á 12. holu. Hann fékk þrjá fugla og einn skolla á fyrri níu holunum og var því á tveimur höggum undir eftir þær.

Á síðari níu holunum fékk hann fugl á fjórðu holu, skolla á þeirri sjöttu og restin var par. Hann lék þær því á parinu og samtals á tveimur höggum undir pari. Birgir Leifur er samtals á fimm höggum undir pari eftir tvo hringi og er hann jafn í 10. sæti þegar þetta er skrifað. Enn eiga margir kylfingar eftir að ljúka leik, en efsti maður er á átta höggum undir pari.

Axel Bóasson er á meðal keppenda. Hann er enn úti á velli og ljóst að hann þarf að eiga frábæran hring ætli hann sér gegnum niðurskurðinn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)