Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Áskorendamótaröðin: Góður fyrsti hringur hjá Birgi Leifi
Birgir Leifur Hafþórsson
Fimmtudagur 24. maí 2018 kl. 16:54

Áskorendamótaröðin: Góður fyrsti hringur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 69 höggum á fyrsta hring D+D Real Czech Challenge mótsins sem hófst í dag. Axel Bóasson er einnig á meðal keppenda, en hann lauk leik fyrr í dag.

Birgir Leifur hóf leik á fyrstu holu í dag og var á einu höggi yfir pari eftir þrjár holur, þar sem að hann fékk skolla á bæði fyrstu og þriðju holuna, en fugl á annarri. Á fyrri níu holunum bætti hann við tveimur fuglum og lék þær því á einu höggi undir pari.

Á síðari níu holunum hélt hann áfram að leika vel og bætti hann aðeins í. Hann fékk þrjá fugl og einn skolla og endaði því hringinn á þremur höggum undir pari. Eftir daginn er Birgir Leifur jafn í 19. sæti, en efstu menn eru á sjö höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)