Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Augusta National lengist fyrir Masters mótið
Augusta National.
Miðvikudagur 30. janúar 2019 kl. 12:00

Augusta National lengist fyrir Masters mótið

Fyrsta risamót ársins í karlagolfinu er Masters mótið sem fer fram á Augusta National vellinum dagana 11.-14. apríl.

Á þriðjudaginn var gefin út handbók fyrir mótið þar sem allar helstu upplýsingar tengdar því komu fram.

Meðal þess sem kom fram er að 5. holan á Augusta National mun lengjast um tæpa 40 metra en það vekur nokkra athygli enda var holan ein sú erfiðasta á vellinum fyrir breytingar.

Í fyrra var 5. holan, sem er par 4 hola, skráð 416 metra löng en í mótinu í ár verður hún 453 metrar. 

5. holan er fimmta erfiðasta holan á vellinum í sögu Masters mótsins með meðalskor upp á 4,26 högg en eftir breytinguna er hún einungis um 10 metrum styttri en 13. holan sem er par 5 hola.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640